Frumherji hf
Frumherji hf
Frumherji hf

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Reykjanesi

Skoðunarmaður

Frumherji óskar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum bifvélavirkja, vélvirkja eða bifreiðasmið til starfa á skoðunarstöð á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér bifreiðaskoðanir, endurmenntun og starfsréttindi sem skoðunarmaður.

Við bjóðum upp á

  • Þægileg innivinna við góðar aðstæður
  • Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við fjöbreyttar bifreiðaskoðanir fyrir frábæra viðskiptavini
  • Góða starfsmannaaðstöðu
  • Öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
  • Fjölskylduvænan vinnustað

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum, sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á endurmenntun og þjálfun.

Vinnutími

Mánudaga - fimmtudaga kl. 8.00-16.30 Föstudaga kl. 8.00-16:00

Við hvetjum alla sem uppfylla hæfnikröfur að sækja um óháð kyni.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurður í tölvupósti [email protected]

Öllum umsóknum verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast skoðun ökutækja
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Skráningar í tölvu
  • Eftirlit með tækjum og húsnæði
  • Sækja endurmenntun og faglega þjálfun
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Réttindi í bifvélavirkjun, vélvirkjun eða bifreiðasmíði
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
  • Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
  • Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi

Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Frumherja

  • Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
  • Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
  • Styrkir til meiraprófs
  • Gott starfsumhverfi
  • Góður starfsandi og öflugt starfsmannafélag
  • Þjálfun og réttindi frá Samgöngustofu til skoðunar á bifreiðum
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur16. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Njarðarbraut 7, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SveinsprófPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar