Frumherji hf
Frumherji hf
Frumherji hf

Starfsmaður í bifreiðaskoðun höfuðborgarsvæðis

Skoðunarmaður

Frumherji óskar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum bifvélavirkja, vélvirkja eða bifreiðasmið til starfa á skoðunarstöð á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér bifreiðaskoðanir, endurmenntun og starfsréttindi sem skoðunarmaður.

Við bjóðum upp á

  • Þægileg innivinna við góðar aðstæður
  • Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við fjöbreyttar bifreiðaskoðanir fyrir frábæra viðskiptavini
  • Góða starfsmannaaðstöðu
  • Öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
  • Fjölskylduvænan vinnustað

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum, sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á endurmenntun og þjálfun.

Vinnutími

Mánudaga - fimmtudaga kl. 8.00-16.30 Föstudaga kl. 8.00-16:00

Við hvetjum alla sem uppfylla hæfnikröfur að sækja um óháð kyni.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurður í tölvupósti [email protected]

Öllum umsóknum verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast skoðun ökutækja
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Skráningar í tölvu
  • Eftirlit með tækjum og húsnæði
  • Sækja endurmenntun og faglega þjálfun
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Réttindi í bifvélavirkjun, vélvirkjun eða bifreiðasmíði
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
  • Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
  • Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi

Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Frumherja

  • Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
  • Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
  • Styrkir til meiraprófs
  • Gott starfsumhverfi
  • Góður starfsandi og öflugt starfsmannafélag
  • Þjálfun og réttindi frá Samgöngustofu til skoðunar á bifreiðum
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur16. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SveinsprófPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar