
STARFSMAÐUR Á HEIMAVIST
Heimavist MA og VMA leitar að öflugum aðila til að slást í góðan hóp starfsmanna og starfa í lifandi umhverfi.
Um er að ræða 100% starf í afleysingu vegna fæðingarorlofs til 5. júní 2026.
Yfir skólaárið dvelja um 300 íbúar, sem stunda nám við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri, á heimavistinni þar sem rík áhersla er lögð á að tryggja íbúum heimavistarinnar öryggi og að skapa góðar og heimilislegar aðstæður.
Við leitum að aðila með mikla þjónustulund og samskiptahæfni og sem hefur gaman af að starfa með ungmennum.
Helstu verkefni viðkomandi er aðstoð við íbúa, öryggisgæsla, létt þrif og önnur tilfallandi verkefni.
Starfshlutfall er 100% þar sem unnið er aðra vikuna frá 08:00-15:30 mánudaga til föstudaga og hina vikuna frá 15:00-22:00 mánudaga til fimmtudaga, en 15:00-20:00 á föstudögum.
Laun eru samkvæmt stofnanasamningi við Einingu Iðju.
Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2026
Sótt er um starfið á www.mognum.is
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda, auk sakavottorðs.
Nánari upplýsingar veita Telma Eiðsdóttir; [email protected] og Sigríður Ólafsdóttir; [email protected]
Íslenska










