Icewear
Icewear
Icewear

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og leitarvélabestun

Icewear óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing í stafrænni markaðssetningu og leitarvélabestun í markaðsdeild fyrirtækisins. Viðkomandi kemur til með að sinna fjölbreyttum og krefjandi markaðsverkefnum í ört vaxandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að allri stafrænni markaðssetningu vörumerkisins Icewear bæði á innlendum og erlendum mörkuðum
  • Leitarvélabestun
  • Gagnagreining og bestun á birtingum og árangri stafrænnar markaðssetningar
  • Umsjón og bestun á auglýsingum á Meta, Google, Amazon o.fl.
  • Samstarf við grafíska hönnuði fyrirtækisins, markaðsdeild, verslunarstjóra og annað starfsfólk Icewear
  • Hugmyndasmíði og textagerð bæði á íslensku og ensku
  • Markaðssetning á vefmiðlum og samfélagsmiðlum
  • Tilfallandi verkefni tengd vefsíðu Icewear
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða að minnsta kosti 1-2 ára reynsla af sambærilegu starfi
  • Kunnátta í leitarvélabestun
  • Reynsla af Google Ads, Meta og Google Analytics.
  • Reynsla af umsjón samfélagsmiðla, efnissköpunar og textagerð
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur
  • Reynsla af Power BI og Business Central er kostur
  • Reynsla af Semrush og Moz er kostur
  • Frumkvæði, nákvæmni, sjálfstæði og lausnamiðað hugarfar
Auglýsing stofnuð15. apríl 2024
Umsóknarfrestur30. apríl 2024
Staðsetning
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar