

Söluráðgjafi hjá Öskju í Reykjanesbæ
Askja Reykjanesbæ sem er hluti af Bílaumboðinu Öskju leitar að metnaðarfullum og drífandi aðila til að sinna starfi söluráðgjafa á bæði nýjum og notuðum bílum í nýrri starfsstöð í Reykjanesbæ. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
- Móttaka viðskiptavina, þjónusta og ráðgjöf
- Símsvörun og svörun tölvuskilaboða
- Framsetning bíla, verðmerkinga og annars efnis á sýningarsvæði
- Úthringiverkefni
- Tilboðsgerð, eftirfylgni og samningagerð
- Önnur verkefni sem stjórnandi felur starfsmanni
- Reynsla af sölustörfum æskileg
- Sjálfstæð vinnubrögð og vilji til að ná árangri í starfi
- Rík þjónustulund og mikil samskiptahæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Gild ökuréttindi













