

Sölumaður í fullu starfi – Ísbíllinn
Ísbíllinn er traust og ört vaxandi fyrirtæki með langa sögu í sölu og dreifingu á ís og öðrum frystivörum um allt land. Við leggjum áherslu á jákvætt viðmót, góða þjónustu og gleði í starfi – og nú leitum við að öflugum sölumanni í fullt starf sem vill taka þátt í frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur ísbíla samkvæmt auglýstri áætlun og sala til einstaklinga og fyrirtækja.
- Virk sala og kynning á vörum og þjónustu Ísbílsins til fyrirtækja og einstaklinga.
- Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda – bæði með núverandi og nýjum viðskiptavinum.
- Þátttaka í mótun sölumarkmiða og markaðsaðgerða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu og þjónustu er nauðsynleg.
- Sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð, drifkraftur og metnaður til að ná árangri.
- Frábær samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Skipulagshæfni og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
- Ökuréttindi og reynsla af akstri í ýmsum aðstæðum.
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun ásamt árangurstengdum bónusum.
- Fyrir rétta einstaklinga geta tekjumöguleikar verið mjög góðir.
- Hvetjandi starfsumhverfi þar sem árangur er verðlaunaður.
Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur20. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Krókháls 12, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Augastaður - sölufulltrúi í verslun (Hlutastarf)
Augastaður

Sölufulltrúi óskast!
Hringdu

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Verslunarstjóri | Útilíf í Kringlunni
Útilíf

Viltu spennandi hlutastarf í úthringingum?
Símstöðin ehf

Sölumaður á lagnasviði
Set ehf. |

Sölufulltrúi í valvöru - Fullt starf
BAUHAUS slhf.

Söluráðgjafi Bifreiðakaup
Bifreidakaup

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn

Tæknilegur sölustjóri
Vinnvinn

A4 Skeifan - Hlutastarf
A4

Söluráðgjafi á heilbrigðissviði
Fastus