Set ehf. |
Set ehf. |
Set ehf. |

Sölumaður á lagnasviði

Set ehf. óskar eftir að ráða drífandi sölumann á lagnasviði í vöruhús félagsins í Klettagörðum. Starfið felst í móttöku sölupantana, faglegri ráðgjöf og svörun fyrirspurna, móttöku viðskiptavina og afgreiðslu á staðnum. Upplýsingagjöf til viðskiptavina og jákvætt þjónustuviðmót er mikilvægur þáttur í starfinu.

Leitað er að starfsmanni með reynslu af sambærilegum störfum á lagnamarkaði eða þekkingu á veitu tengdu lagnaefni. Nám í pípulögnum eða annarri iðnmenntun mikill kostur en ekki skilyrði.

Set ehf. framleiðir vörur á veitusviði fyrir hita, vatns og fráveitur. Set flytur inn og selur vörur sem tengjast framleiðsluvörum þess, veitir tæknilega ráðgjöf á lagnasviði og heldur úti sérsmíða- og þjónustudeild sem annast samsetningu lagnakerfa.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn tölvuþekking.
  • Reynsla á bókhalds-og sölukerfinu DAX er kostur.
  • Reynsla af sölumennsku kostur.
  • Íslenska í töluðu og rituðu máli
  • Eiga auðvelt með mannleg samskipti
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Vinnutímastytting
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Klettagarðar 21, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.PípulagnirPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.ViðskiptasamböndPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar