
Flügger Litir
Flügger er rótgróið fyrirtæki en í Danmörku liggja rætur þess allt aftur til ársins 1890. Á Íslandi heldur fyrirtækið úti 6 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Fyrirtækið byggir afkomu sína á sölu málningar og tengdra vara til fagmanna og einkaaðila.
Hjá Flügger litum starfa málarar og málarameistarar með mikla reynslu sem kappkosta að veita viðskiptavinum ráðgjöf sem byggist á reynslu og þekkingu, en það ásamt miklum vörugæðum er það sem Flügger er hvað þekktast fyrir.

Verslunarstjóri - Flügger Hafnarfirði!
Flügger leitar að verslunarstjóra fyrir verslun sína í Hafnarfirði
Við leitum að jákvæðum, ábyrgðafullum og kraftmiklum verslunarstjóra sem brennur fyrir að veita góða þjónustu.
Starfið felur í sér að leiða starfið í verslun Flügger í Hafnarfirði, þ.e.a.s. daglega stjórnun, afgreiðslu, þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina, ásamt því að tryggja að verslunin sé snyrtileg og aðgengileg fyrir viðskiptavini.
Við leitum að einstakling sem býr yfir góðri samskiptahæfni. Reynsla af sambærilegu starfi, málningarvinnu og/eða iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta
- Dagleg stjórnun
- Birgðahald og umhirða verslunar
- Framstilling á vörum og vörumeðhöndlun
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af leiðtoga-/stjórnunarhlutverki er kostur
- Reynsla af verslunar- og sölustarfi er kostur
- Frumkvæði og drifkraftur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og reglusemi
- Tölvukunnátta
Auglýsing birt6. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
BirgðahaldFrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verslunarstjóri | Útilíf í Kringlunni
Útilíf

Verklaginn einstaklingur með þjónustulund
Lásar ehf

Starfsmaður í grænmetisdeild
Bónus

Starfsmaður í áfyllingu
OMAX

Sölumaður á lagnasviði
Set ehf. |

Sölufulltrúi í valvöru - Fullt starf
BAUHAUS slhf.

Sölu- og þjónusturáðgjafi - fullt starf - Flügger Selfossi!
Flügger Litir

Söluráðgjafi Bifreiðakaup
Bifreidakaup

Fullt starf í Fiskverslun, Matreiðslumaður
Fiskur og félagar ehf.

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn

Sölufulltrúi
Nathan hf.

A4 Skeifan - Hlutastarf
A4