
Fastus
Fastus er sölu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæðavörum og búnaði fyrir fyrirtæki og fagaðila. Höfuðstöðvarnar eru að Höfðabakka 7 í Reykjavík, þar sem öll helsta starfsemi fer fram undir einu þaki: heildverslun, skrifstofur, sýningarsalur, fageldhús, vöruhús, verkstæði og varahlutalager. Þjónustustaðir eru einnig á Akureyri og Selfossi.
Fyrirtækið veitir heildstæða þjónustu með breiðu vöruframboði, faglegri ráðgjöf, uppsetningum og viðhaldi á innfluttum tækjabúnaði.
Söludeildir eru sérhæfðar:
• Fastus heilsa þjónustar heilbrigðisgeirann með lausnum allt frá rekstrarvörum til flókins tækjabúnaðar
• Fastus lausnir þjónustar veitingastaði, hótel og fyrirtæki með borðbúnað, tæki, húsgögn og innréttingar.
• Tæknideildin, Fastus expert, sér um uppsetningu, viðgerðir, viðhald og gæðaheimsóknir.
• Innri þjónusta styður við allar deildir, m.a. í fjármálum, markaðsmálum, gæðamálum, upplýsingatækni, vörustýringu og mannauði.
Dótturfélög Fastus eru HealthCo og Frystikerfi.

Starf á lager
Við óskum eftir kröftugum starfskrafti í teymið okkar á lager Fastus. Um er að ræða almenna vinnu á lager fyrirtækisins, m.a. móttaka og afhending vara, samskipti við viðskiptavini og önnur tengd verkefni. Ef þú nýtur þín í lifandi og hröðu umhverfi, vinnur vel í teymi en getur einnig unnið sjálfstætt – þá erum við að leita að þér!
Um er að ræða framtíðarstarf í 100% vinnu á dagvinnutíma.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og frágangur á vörum
- Tínsla sölupantana og samskipti við viðskiptavini
- Almenn vinna í vöruhúsi
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni, vinnugleði og rík þjónustulund
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Almenn góð tölvukunnátta
- Þekking/reynsla á Navision er kostur
- Góð færni í íslensku
- Lyftarapróf er kostur en ekki skilyrði
- Hlutverk fyrirtækisins er að styðja við árangur viðskiptavina. Við störfum með aðilum m.a. í heilbrigðisrekstri, veitinga- og ferðaþjónustu.
Auglýsing birt6. nóvember 2025
Umsóknarfrestur14. nóvember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
LagerstörfSamviskusemiSkipulagVöruflutningar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður óskast í vöruhús Líflands
Lífland ehf.

Lagerstarfsmaður óskast.
Parki

Sölumaður á lagnasviði
Set ehf. |

Starf í vöruhúsi Set Reykjavík
Set ehf. |

Heimsendingar á kvöldin (tímabundið)
Dropp

Bílstjórar óskast í Reykjanesbæ
Vörumiðlun ehf

Fjarðabyggð - Austurland: Meiraprófsbílstjóri óskast á ruslabíl/krókabíl( C driver wanted
Íslenska gámafélagið ehf.

Meiraprófsbílstjórar á Akureyri
Samskip

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra
Ískraft

Starf á lager Pennans, Ásbrú, Rekjanesbæ
Penninn

Starfsmaður í fraktmiðstöð / Cargo department employee
Airport Associates

Lager- og birgðastjóri
Lux veitingar