
Lyfjafræðingafélag Íslands

Skrifstofustjóri
Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) er fag- og stéttarfélag lyfjafræðinga á Íslandi. Félagið vinnur að því að efla faglega stöðu lyfjafræðinga, gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um réttindi félagsmanna með bættum kjörum og aukinni starfsánægju. Félagið rekur skrifstofu í Lyfjafræðisafninu á Seltjarnanesi og annast fjölbreytt verkefni fyrir félagsmenn, meðal annars fræðslu, félagsstarf og rekstur orlofshúsa og sjóða.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skrifstofustjóri sér um rekstur skrifstofu LFÍ og heildarskipulag félagsstarfsins. Meðal verkefna eru:
- Daglegur rekstur skrifstofu og utanumhald samkvæmt fjárhagsáætlun
- Móttaka erinda, svörun tölvupósta og innlend samskipti
- Umsjón með heimasíðu, Facebook-síðu, Facebook-hópi og Instagram LFÍ
- Fundarboð, dagskrárgerð, fundarsókn og úrvinnsla funda, m.a. stjórnarfunda, fræðslufunda og aðalfunda
- Undirbúningur ársskýrslu, ársreikninga, kjörgagna og lagabreytinga fyrir aðalfund
- Umsjón félagsgagna, félagatals, félagsgjalda og póstlista
- Umsjón orlofshúsa, úthlutana og tengdra verkefna
- Utanumhald og umsýsla umsókna sjúkra-, starfsmenntunar- og fræðslusjóðs
- Aðstoð við fræðslu- og félagsstarf, auglýsingar og skráningu þátttakenda
- Ýmis verkefni tengd Lyfjafræðisafninu, samskipti við leigjendur og þjónustuaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði rekstrar eða skrifstofuhalds
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni
- Framúrskarandi þjónustulund og sveigjanleiki í starfi
- Hæfni til að vinna sjálfstætt, bera ábyrgð og halda utan um fjölbreytt verkefni
- Góð tölvukunnátta og áhugi á einföldun ferla með nýtingu tækni og aðstoð gervigreindar
- Gott vald á íslensku, bæði í ræðu og riti.
- Lausnamiðað viðhorf og metnaður í starfi
- Þekking á störfum lyfjafræðinga er kostur
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að hafa áhrif á þróun innri ferla og skipulag
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi og fjölbreytt verkefni
- Aðgangur að félagslegum viðburðum og fræðslu
- Samkeppnishæf laun
Auglýsing birt30. september 2025
Umsóknarfrestur12. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Safnatröð 3, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Hæfni
CanvaDKDrifkrafturEmail markaðssetningFacebookFrumkvæðiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiInstagramJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf í Borgarnesi
ECIT

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Fjármála- og skrifstofustjóri
Umboðsmaður skuldara

Bókari í fjármáladeild
Orkan

Þjónustufulltrúi
Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Skrifstofustarf í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Agente de Viaje
AD Travel

Skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

þjónustufulltrúi
Stólpi Gámar ehf

SPENNANDI STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU
Iceland ProTravel

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra
Urriðaholtsskóli

Gjaldkeri hjá Bláskógabyggð
Bláskógabyggð