Orkan
Orkan
Orkan

Bókari í fjármáladeild

Vegna aukinna umsvifa leitum við að orkubolta í fjármáladeild Orkunnar.

Hjá Orkunni leggjum við mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu, jákvætt viðmót og mikilvægi þess að hafa gaman í vinnunni. Við viljum skapa góðar stundir með fólkinu okkar og leitum nú að öflugum einstaklingi í fjármáladeild sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Markmið Orkunnar er að einfalda líf viðskiptavina með snjöllum og þjónustumiðuðum lausnum.

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknafrestur er til og með 6. október nk.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Ef þú ert jákvæður, lausnamiðaður einstaklingur og langar að vera hluti af kraftmiklu teymi, þá viljum við endilega heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Reikningagerð.
  • Afstemming tekna og bankareikninga.
  • Fjárhagsbókanir.
  • Meðhöndlun og eftirfylgni reikninga erlendra birgja.
  • Afstemmingar.
  • Önnur tilfallandi bókhaldsstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af bókhaldsstörfum nauðsynleg, kostur ef viðkomandi er viðurkenndur bókari.
  • Þekking á Microsoft Dynamics 365 Business Central er mikill kostur.
  • Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
  • Skipulög og nákvæm vinnubrögð.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
Auglýsing birt30. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Fellsmúli 28, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Uppgjör
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar