
Skrifstofustjóri
ICE (Nicopods ehf.) óskar eftir skipulögðum og ábyrgum skrifstofustjóra til að leiða daglega starfsemi skrifstofunnar.
ICE (Nicopods ehf.) er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur á skömmum tíma náð fótfestu á einum mest vaxandi alþjóðlega markaði heimsins. Við erum framleiðendur og eigendur ICE vörumerkisins – nikótín- og koffínpúða sem eru seldir víða um heim.
Við leggjum metnað í gæði, nýsköpun og að vera alltaf skrefinu á undan í þróun markaðarins. Hjá okkur færðu að taka þátt í spennandi ferðalagi með fyrirtæki sem er í örum vexti, þar sem hugmyndir verða að veruleika og metnaður fær að njóta sín.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með daglegum rekstri skrifstofu og almennum skrifstofustörfum
- Móttaka, úrvinnsla og skráning gagna og samskipta
- Samskipti við birgja, flutningsaðila, samstarfsaðila og opinberar stofnanir
- Skipulagning funda, viðburða og ferðalaga eftir þörfum
- Eftirlit með birgðum skrifstofuvara og umsjón með innkaupum
- Aðstoð við mannauðsmál, s.s. ráðningarferli, samninga og skráningar
- Skráning og utanumhald bókhaldslegra gagna í samstarfi við endurskoðanda/bókhaldara
- Stuðningur við stjórnendur og aðra starfsmenn í daglegu starfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði rekstrar, skrifstofu- eða stjórnunarmála.
- Góð fjármálakunnátta.
- Skipulögð, sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta og færni í helstu skrifstofuforritum
- Framúrskarandi samskiptafærni, bæði í rituðu og töluðu máli (íslenska og enska)
- Reynsla af skrifstofu- eða stjórnunarstörfum er kostur
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi og vaxandi fyrirtæki
- Tækifæri til að hafa áhrif á þróun innri ferla og skipulag
- Góðan starfsanda og sveigjanleika
- Samkeppnishæf laun
- Sjálfstæði í starfi
Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur14. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Iðngarðar 4A, 250 Garður
Víkurhvarf 2, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Airport Manager - Keflavík Airport
PROSEGUR CHANGE ICELAND ehf.

Fjármála- og skrifstofustjóri
Umboðsmaður skuldara

Bókari í fjármáladeild
Orkan

Rekstrarstjóri / Operations manager Gaeta Gelato
Gaeta Gelato

Þjónustufulltrúi
Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Skrifstofustarf í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Agente de Viaje
AD Travel

Skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

þjónustufulltrúi
Stólpi Gámar ehf

Hafnarstjóri í Snæfellsbæ
Snæfellsbær

SPENNANDI STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU
Iceland ProTravel