Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Sérfræðingur í séreignarsparnaði hjá stærsta opna lífeyrissjóðnum

Lífeyrissjóður verslunarmanna óskar eftir metnaðarfullum og ábyrgum starfsmanni til að ganga til liðs við öflugt teymi sérfræðinga á lífeyrissviði sjóðsins. Innan lífeyrissviðs er séreignardeild sem hefur sérfræðiþekkingu á séreignarsparnaði og þeim ávöxtunarleiðum sem sjóðurinn býður sjóðfélögum að fjárfesta í .

Sérfræðingur í séreignarsparnaði
Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á lífeyrismálum og séreignarsparnaði sem vill taka þátt í uppbyggingu og þróun þjónustu við sjóðfélaga, er töluglöggur og hefur góða færni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni séreignardeildar eru að veita faglega þjónustu og upplýsingagjöf við sjóðfélaga varðandi séreignar- og lífeyrismál almennt.

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla af fjármálamarkaði er kostur
  • Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu
  • Hæfni til  að vinna sjálfstætt og  í teymi
  • Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Reynsla af Salesforce CRM er kostur
Auglýsing birt30. október 2025
Umsóknarfrestur10. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar