BSRB
BSRB
BSRB

Sérfræðingur í samskiptum og miðlun

BSRB óskar eftir að ráða sérfræðing í samskiptum og miðlun í fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og sjálfstæði í áhugaverðum verkefnum.

Sérfræðingur BSRB í samskiptum og miðlun ber ábyrgð á kynningarmálum bandalagsins, stuðlar að sýnileika þess í opinberri umræðu, heldur utan um ritstjórn á öllu útgefnu efni og kemur að skipulagningu viðburða. Sérfræðingur í samskiptum og miðlun heyrir undir framkvæmdastjóra BSRB en vinnur náið með formanni og öðrum aðilum sem taka þátt í þjóðfélagsumræðunni fyrir hönd bandalagsins.

Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf í hröðu og spennandi umhverfi. Tækifæri til vaxtar og aukinnar ábyrgðar og að hafa áhrif á umræðu um lífskjör og mannréttindi á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á kynningarmálum bandalagsins
  • Fréttaskrif, gerð fræðslu- og kynningarefnis og ritstjórn á öllu útgefnu efni
  • Umsjón með fjölmiðlasamskiptum
  • Ráðgjöf um miðlun upplýsinga og fjölmiðlasamskipti
  • Skipulagning og framkvæmd viðburða
  • Umsjón með samfélagsmiðlum og vef bandalagsins
  • Markviss vöktun á fjölmiðlum og umræðu um málefni BSRB og málefnum tengdum vinnumarkaðinum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð færni í íslensku og ensku og gott vald á ritun og framsetningu skilaboða er nauðsynleg
  • Reynsla af samskiptum við fjölmiðla og af kynningarmálum er æskileg
  • Þekking á vefumsjón, samfélagsmiðlum og útgáfu
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða yfirgripsmikil reynsla af miðlun upplýsinga
  • Starfið krefst ríkrar samskiptafærni, skipulagshæfileika, gagnrýnnar hugsunar, hugmyndaauðgi og að geta unnið hratt undir álagi
Auglýsing stofnuð16. apríl 2024
Umsóknarfrestur30. apríl 2024
Staðsetning
Grettisgata 89, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar