
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Um vinnustaðinn
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.
Sérfræðingur í landupplýsingum óskast á Akureyri
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir sérfræðingi í landupplýsingum í teymi fasteignaskrár sem staðsett er á Akureyri. Hlutverk teymisins er að halda utan um skráningu og afmörkun fasteigna á Íslandi ásamt því að þjónusta önnur svið HMS í greiningu og vinnslu landupplýsinga. Starfstöð er á skrifstofu HMS á Akureyri.
Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum ásamt því að leggja þitt af mörkum til samfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afmörkun og skráning fasteigna og viðhald landeignaskrár
- Kortlagning landmerkja jarða
- Viðhald og þróun staðfangaskrár
- Landfræðileg greining í samvinnu við önnur svið HMS
- Kortagerð og landfræðileg miðlun upplýsinga
- Gæðaeftirlit gagna til að tryggja réttleika skráninga og landupplýsinga
- Þátttaka í viðhaldi og þróun skráningakerfa fasteignaskrár og miðlun upplýsinga
- Þjónusta við innri og ytri viðskiptavini
- Ýmis önnur verkefni sem til falla á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í landfræði, náttúruvísindum, verkfræði, skipulagsfræði eða sambærilegu
- Reynsla af vinnslu og meðferð landupplýsinga er kostur
- Skipulagshæfni, vönduð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Lipurð í samskiptum og samstarfi, þjónustulund og jákvætt viðmót
- Réttindi sem merkjalýsandi er kostur
- Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing birt8. október 2025
Umsóknarfrestur22. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framkvæmdastjóri hönnunar- og áætlanasviðs
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Site Supervisor
Stolt Sea Farm

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Plant Product Manager
Carbon Recycling International

Vörustjóri véladeild
Fálkinn Ísmar

Marketing Assistant
Costco Wholesale

Viðskiptastjóri
Vistor

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka hf.

Byggingafræðingur / Constructing Architect
COWI

BIM sérfræðingur / BIM specialist
COWI

Hefur þú þekkingu á byggingu eða hönnun húsa?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)