

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vilt þú taka þátt í verkefnum sem skipta máli fyrir samfélagið? Vegagerðin hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi landsins. Við leitum nú að deildarstjóra umsjónardeildar á Austursvæði til að leiða fjölbreytt og krefjandi verkefni við stýringu nýframkvæmda og viðhalds á svæðinu. Svæðismiðstöð er á Reyðarfirði en mögulegt verður að sinna starfi að hluta frá þjónustustöð í Fellabæ.
Umsjónardeildir svæða hafa umsjón og eftirlit með þeim framkvæmdum sem svæðum eru falin. Í samráði við mannvirkjasvið annast umsjónardeild viðhald bundinna slitlaga, styrkingar og endurbætur ásamt efnisvinnslu á svæðinu.
Deildarstjóri leiðir starfsemi umsjónardeildar og sýnir gott fordæmi í öryggismálum. Deildarstjóri hefur yfirsýn yfir stöðu verkefna, framgang þeirra og kostnað.
- Yfirumsjón með nýframkvæmdum og öðrum framkvæmdum sem svæðinu eru falin þannig að farið sé eftir útboðslýsingum, stöðlum og verklýsingum
- Umsjón með umferðaröryggisaðgerðum
- Gerð viðhaldsáætlana og umsjón með slitlagabanka
- Yfirumsjón með viðhaldi brúa og varnargarða, áætlanagerð og framkvæmd
- Umsjón með efnisvinnslu ásamt efniskaupum á svæðinu
- Mælingar tengdar framkvæmdum, s.s. útsetningar, framkvæmda- og úttektarmælingar og kostnaðareftirlit
- Undirbúningur og áætlanagerð fyrir þau verkefni sem deildinni eru falin
- Verk- eða tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af ámóta störfum er kostur
- Þekking á landsvæði er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að leiða teymi
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Góð öryggisvitund
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Almenn ökuréttindi













