

Líffræðingur
VERKVIST
Ný og öflug verkfræðistofa leitar eftir kröftugu og metnaðarfullu fagfólki til framtíðarstarfa.
Hefur þú áhuga á að byggja upp sérhæfða rannsóknarstofu með áherslu á myglu og örverurannsóknir í byggingarefnum og taka þátt í að byggja upp einstaka verkfræðistofu sem sérhæfir sig í sjálfbærni, vistvæni, orkuútreikningum, rakaöryggi, innivist og heilnæmum byggingum.
Leitað er af Líffræðingi .
Fjölbreytt störf og sérhæfing í boði:
- Rekstur og uppbygging rannsóknar stofu .
- Rakaöryggi, eftirlit og ráðgjöf.
- Rakamælingar og sýnataka.
Menntunar- og hæfniskröfur: líffræðingur.
Reynsla og þekking af rekstri rannsóknar stofu, reynsla af eftirfarandi er æskileg en ekki skilyrði; hönnun, húsasmíði, ástandsskoðun, rakaskimun, rakamælingum, sýnatökum, innivist, rakaöryggi, loftgæðum, loftskiptum .
Sveigjanlegur vinnutími, fjarvinna í boði, heilsustyrkur, skemmtilegt starfsumhverfi og nýtt skrifstofuhúsnæði með frábæru útsýni og góðri innivist. Öflugt starfsmannafélag.













