Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Sérfræðingur í fósturteymi

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausar til umsóknar tvær 100% stöður sérfræðings í fósturteymi stofnunarinnar. Starfið felur í sér að sinna lögbundnum verkefnum stofunnar í fósturmálum. Störfin heyra undir teymisstjóra fósturteymis. Starfsstöð er í Borgartúni 29, 105 Reykjavík en starfið krefst þess að viðkomandi geti ferðast um landið vegna starfa sinna. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fræðsla og faglegur stuðningur við fósturforeldra.

  • Gerð umsagnar um mat á hæfni fósturforeldra. 

  • Halda skrá um fósturforeldra og fósturbörn. 

  • Afgreiðsla, mat og úrvinnsla umsókna frá barnaverndarþjónustum. 

  • Ráðgjöf, handleiðsla og leiðbeiningar í einstaka málum til barnaverndar, annarra fagaðila og  fósturforeldra. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafa um meistarapróf í félagsráðgjöf eða sambærileg menntun er Barna- og fjölskyldustofa telur nýtast í starfi.  

  • Þekking og hæfni til að meta upplýsingar um umönnunar- og meðferðarþörf barna.   

  • Reynsla og þekking á starfi barnaverndar og af fósturmálum kostur.  

  • Mjög góð íslenskukunnáttu og góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.  

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.  

  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.  

  • Sveigjanleiki og þjónustulund.  

  • Færni til að vinna í teymi. 

Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur6. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 29, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar