Fjölskylduheimili Digranesvegi
Fjölskylduheimili Digranesvegi

Viltu búa á fjölskylduheimili og hafa áhrif í lífi ungmenna?

Fjölskylduheimilið Hrafnkatla, staðsett að Digranesvegi í Kópavogi, leitar að ábyrgum einstaklingi til að búa á heimilinu og leiða daglegt starf með þremur ungmennum á aldrinum 15–20 ára. Heimilið er ætlað ungmennum sem geta ekki búið hjá foreldrum sínum og þurfa öruggt, stöðugt og stuðningsríkt heimili – hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Um er að ræða krefjandi en gefandi starf þar sem einstaklingur býr á heimilinu og gegnir lykilhlutverki í lífi ungmennanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita ungmennum stuðning, umönnun og uppeldi í daglegu lífi

  • Stuðla að jákvæðri og stöðugri rútínu

  • Hafa reglubundna viðveru á morgnana, kvöldin og yfir nætur

  • Halda heimili og skapa öruggt, hlýlegt og uppbyggilegt umhverfi

  • Taka þátt í samstarfi við barnavernd og aðra fagaðila

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Er með reynslu af vinnu með börnum eða ungmennum

  • Hefur þroska, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum

  • Er skipulagður, hlýr og getur sett skýr mörk

  • Er tilbúinn til að búa á heimilinu og sinna starfseminni af alúð og ábyrgð

  • Lámarksaldur 20 ára 
Fríðindi í starfi
  • Frítt húsnæði og uppihald

  • Laun í samræmi við ábyrgð og viðveru

  • Þjálfun og stuðning frá fagaðilum

  • Aðgangur að bifreið

  • Möguleiki að stunda fullt nám samhliða vinnu

Auglýsing birt19. maí 2025
Umsóknarfrestur12. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar