Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Starfsmaður í teymi tölulegra upplýsinga og rannsókna

Hefur þú áhuga á því að starfa við söfnun og framsetningu á mikilvægri tölfræði hjá Barna- og fjölskyldustofu?

Barna- og fjölskyldustofa leitar að starfsmanni í teymi tölulegra upplýsinga og rannsókna. Staðan heyrir undir farsældarsvið og næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins. Um 100% starf á starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Söfnun tölulegra upplýsinga um þjónustu við börn, farsæld barna og barnavernd.
  • Samskipti við sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti vegna tölulegra upplýsinga.
  • Úrvinnsla og framsetning á tölulegum upplýsingum.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunnháskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. innan félags-, uppeldis-, menntunar- og heilbrigðisvísinda.
  • Hæfni á SPSS eða sambærilegum forritum.
  • Hæfni til að setja saman texta og skrifa skýrslur út frá tölulegum upplýsingum.
  • Þekking á barnaverndarlögum og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er kostur.
  • Mjög góða samskiptafærni, jákvætt viðhorf og hæfni til að vinna í teymi.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og lausnamiðuð hugsun.
  • Mjög góð íslensku og ensku kunnátta í mæltu og rituðu máli. 
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar