Skatturinn
Skatturinn

Sérfræðingur í alþjóðasamskiptum - alþjóðafulltrúi

Skatturinn leitar að öflugum alþjóðafulltrúa til starfa á skrifstofu ríkisskattstjóra. Um er að ræða fjölbreytt verkefni við umsjón með alþjóðlegu samstarfi Skattsins með sérstakri áherslu á tollamál.

Skrifstofa ríkisskattstjóra hefur miðlæga yfirsýn yfir starfsemi Skattsins og gegnir margvíslegu samhæfingarhlutverki gagnvart stofnuninni í heild. Meðal viðfangsefna sviðsins eru umsjón með ýmsum þverlægum málaflokkum, s.s. stefnumótun, lögfræðimálum, upplýsingaöryggi og tölfræðigreiningum, auk þess sem sviðið sinnir helstu stjórnsýsluerindum og ytri samskiptum sem að stofnuninni lúta. Alþjóðafulltrúi styður við þátttöku Skattsins í samstarfi við erlend ríki og alþjóðastofnanir á borð við OECD og WCO, og gegnir lykilhlutverki í að tryggja að ávinningurinn af slíku starfi raungerist.

Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með þátttöku Skattsins í alþjóðlegu samstarfi í samræmi við stefnu og áherslumál stofnunarinnar.
  • Samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, og þátttaka í nefndum, vinnuhópum og verkefnum þegar það á við.
  • Samráð við stjórnendur og starfsmenn um stöðu alþjóðlegra samstarfsverkefna, þarfir og tækifæri.
  • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna, gerð samantekta og kynninga.
  • Undirbúningur fundarhalda með erlendum samstarfsaðilum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
  • Haldbær reynsla af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi eða störfum hjá alþjóðastofnun.
  • Góð færni í því að halda utan um fjölbreytt, flókin og margþætt verkefni.
  • Góð færni í því að draga saman upplýsingar og miðla til ólíkra hópa í rituðu máli eða með kynningu.
  • Góð aðlögunarhæfni, sveigjanleiki og geta til þess að vinna með ólíkum teymum.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, í bæði töluðu og rituðu máli, er skilyrði. Frekari tungumálakunnátta er kostur.  
  • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, metnaður og geta til að fylgja málum eftir.
  • Fáguð framkoma, lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund, jákvætt viðmót og lausnamiðaður hugsunarháttur.
  • Vilji til að læra og tileinka sér nýja þekkingu.
  • Geta til að vinna undir álagi.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AlþjóðasamstarfPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar