Skátafélagið Hraunbúar
Skátafélagið Hraunbúar
Skátafélagið Hraunbúar

Starfsmaður í Skátaheimili Hraunbúa

Skátafélagið Hraunbúar leitar að jákvæðum og skipulögðum einstaklingi í hlutastarf á virkum kvöldum í 30-40% starf. Starfið hentar sérstaklega vel þeim sem eru í námi og vilja fjölbreytt kvöldstarf í lifandi umhverfi. – Kvöldvinna sem hentar vel með námi

Um starfið
Hraunbyrgi, skátaheimili Hraunbúa, er miðpunktur skátastarfsins þar sem hundruð barna og ungmenna koma saman í hverri viku.
Í þessu starfi sérð þú um ýmis praktísk og skipulagsleg mál svo fundir, útilegur, ferðir og aðrir viðburðir gangi smurt fyrir sig. Þetta felur meðal annars í sér:

  • Innkaup fyrir fundi og viðburði

  • Aðstoð við foringja með undirbúning á fundum, ferðum og viðburðum

  • Umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu félagsins

  • Umsjón með útleigu á sal félagsins, samskipti við viðskiptavini og skipulagning þess sem því tengist

  • Samskipti við foreldra og félagsmenn

  • Létt þrif og umsjón með húsnæðinu

  • Önnur tilfallandi verkefni sem styðja við dagskrána

Vinnutími fylgir skipulagi funda, en fundir eru yfirleitt mánudaga til fimmtudaga kl. 17:00–21:00.

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Hefur skipulagshæfileika og getur unnið sjálfstætt

  • Er jákvæður, lausnamiðaður og hefur góða samskiptatækni

  • Hefur reynslu af skátastarfi (kostur, en ekki skilyrði)

Skilyrði:

  • Bílpróf

  • Að hafa bíl til umráða

  • Hrein sakaskrá

  • Góð íslenskukunnátta

Við bjóðum:

  • Skemmtilegt og fjölbreytt starf í jákvæðu samfélagsumhverfi

  • Tækifæri til að styðja við uppbyggjandi starf með börnum og ungmennum

  • Sveigjanleika innan ramma starfsins

  • Vinalegt og stuðningsríkt teymi

Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hjallabraut 51, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.CanvaPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TikTokPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þrif
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar