
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Þjónustufulltrúi
Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum liðsfélaga sem hefur gaman af fjölbreyttum samskiptum við bæði einstaklinga og fyrirtæki. Í starfinu færðu tækifæri til að veita ráðgjöf um endurvinnslu, leysa úr ýmsum erindum og stuðla að betri nýtingu auðlinda. Hjá okkur starfar þú í umhverfi þar lögð er áhersla á góða stemningu og samvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og afgreiðsla erinda í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla
- Flokkun, skráning og úrvinnsla erinda
- Ráðgjöf um flokkun og endurvinnslu
- Sala og tilboðsgerð til fyrirtækja
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Áhugi á flokkun og endurvinnslu
Auglýsing birt12. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSkipulagSölumennskaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Liðsauki í vöruhús
Ískraft

Starfsmaður í Gæludýr.is FITJUM Reykjanesbæ - Fullt starf og hlutastarf í nýrri verslun
Waterfront ehf

Skrifstofustarf - allt að 60% starf
Verkfræðistofan Vista ehf

Starfsmaður í Skátaheimili Hraunbúa
Skátafélagið Hraunbúar

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Lögmaður hjá borgarlögmanni - tímabundið til eins árs
Embætti borgarlögmanns

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Tímabundið starf í viðskiptaþjónustu
Coca-Cola á Íslandi

Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.

Vaktstjóri í hlutastarf!
BAUHAUS slhf.

Þjónustufulltrúi
Bílaleigan Berg - Sixt

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða