Garðabær
Garðabær
Garðabær

Kjararáðgjafi á mannauðs- og kjaradeild

Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf kjararáðgjafa á mannauðs- og kjaradeild. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Mannauðs- og kjaradeild heyrir undir fjármála- og stjórnsýslusvið. Á deildinni er ávallt lagt upp með að vera með rafrænar lausnir og lausnamiðað vinnulag. Verkefni eru unnin í teymi og áhersla lögð á gott upplýsingaflæði milli starfsmanna. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, frumleika, þjónustulund og sjálfstæði í áhugaverðum verkefnum í góðu samfélagi Garðabæjar.
Hjá Garðabæ starfar samhentur hópur starfsmanna með mikinn metnað til að veita íbúum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og auðga mannlíf og bæjarbrag.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla og verkefni tengd kjarasamningum
  • Fjölbreytt greiningarvinna og úrvinnsla
  • Verkefni tengd mannauðsmálum
  • Aðkoma að vinnu við launaáætlun
  • Vinna við ferlagerð í starfsmanna- og stjórnendahandbók
  • Þjónusta við stjórnendur og þjálfun vegna rafrænna kerfa
  • Önnur fjölbreytt verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi greiningarhæfni
  • Framúrskarandi excel þekking
  • Hæfni til að vinna í teymi
  • Frumkvæði og sjálfstæði ásamt nákvæmni og talnagleggni
  • Lausnamiðuð hugsun og geta til að leysa úr frávikum sem upp koma í daglegum störfum
  • Faglegt viðmót og einstök hæfni til samskipta
  • Mjög góð alhliða tölvuþekking
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Þekking á gæðamálum er kostur
  • Þekking á H3, Vinnustund og Vinnu vaktakerfi er kostur
Hlunnindi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar