
dk hugbúnaður ehf.
dk hefur selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í yfir aldarfjórðung, alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður.
Í dag eru notendur dk hugbúnaðar hérlendis um 11.000, úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. Hýsingarþjónusta dk er ein sú stærsta á landinu í dag og eru yfir 31.000 fyrirtæki í hýsingu hjá dk hugbúnaði.
Hjá dk starfar samheldinn hópur fólks við þróun og þjónustu viðskiptalausna. Starfsfólk dk býr yfir miklum styrkleikum og um árabil hefur dk fengið viðurkenningar sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo, Framúrskarandi fyrirtæki í rekstri Keldunnar og Viðskiptablaðsins ásamt því að fá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar síðastliðin þrjú ár.
Leiðarljós dk er að vera skemmtilegur og lifandi vinnustaður þar sem metnaðarfullir einstaklingar fá að njóta sín og þróast í starfi. Nánari upplýsingar um dk má finna á www.dk.is.
dk er í eigu TSS (Total Specific Solutions), sem er með yfir 185 fyrirtæki í heiminum í dag í 32 löndum. Fyrirtæki í eigu TSS á Norðurlöndunum eru í dag 19 og þar af 2 á Íslandi.

Ráðgjafi í tækniteymi
Við leitum að þjónustulunduðum og tækniliprum einstaklingi í öflugt teymi ráðgjafa dk.
Teymið aðstoðar viðskiptavini, leysir úr tæknilegum vandamálum og svarar fyrirspurnum varðandi allar þær hugbúnaðarlausnir sem boðið er upp á. Ráðgjöfin er veitt í gegnum rafræn erindi og í símsvörun.
Það er markmið dk að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna með jákvæðni og útsjónarsemi að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini
- Uppsetning og viðhald á viðskiptakerfum fyrir viðskiptavini svo sem dk, dkPos og dkFramtal lausnum, vefþjónustum og öðrum viðbótum
- Tæknileg aðstoð til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kerfisstjórn, tölvunarfræði og skyldar greinar eða víðtæk reynsla
- Góð þekking og reynsla af dk eða sambærilegum kerfum er kostur
- Reynsla af þjónustustörfum við hugbúnaðarlausnir er kostur
- Jákvætt viðhorf og góð færni í samskiptum
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Símastyrkur
- Gott mötuneyti
- Skemmtilegir vinnufélagar
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt24. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Kerfisstjóri
Tindar-Tæknilausnir

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan

Þjónustufulltrúi Innri þjónustu
Bílaumboðið Askja

DBA
Rapyd Europe hf.

Forritari - Sjónvarp Símans
Síminn

Við leitum að hugbúnaðarprófara
Síminn

Fulltrúi í upplýsingastjórnun
Landsnet hf.

Sérfræðingur í rekstrar og tækniþjónustu
Sessor

Gervigreindarsérfærðingur / AI Specialist
Travel Connect

QA Analyst
CCP Games

Þjónustufulltrúi
Terra hf.