
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf. er íslenskt hátæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir ómannaða og sjálfstýrða kafbáta (Autonomous Underwater Vehicles). Teledyne Gavia framleiðir Gavia AUV, Osprey AUV og SeaRaptor AUV. Fyrirtækið er í fremstu röð í sínu fagi og selur vörur sínar víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á www.teledynemarine.com/gavia

Planner / Buyer
Vegna örs vaxtar og aukinna umsvifa óskar Teledyne Gavia eftir að ráða lausnamiðaðan og skipulagðan aðila í starf innkaupasérfræðings. Viðkomandi hefur það hlutverk að kaupa vörur og íhluti í kafbáta Teledyne Gavia sem og að tryggja skilvirka og tímanlega afgreiðslu innkaupabeiðna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með innkaupabeiðnum og pöntunum á vörum og íhlutum
- Uppfæra og viðhalda birgðaskrám í ERP/MRP kerfum
- Samskipti við birgja og flutningsaðila
- Tryggja flutning, rétt verð og dagsetningar frá birgjum
- Staðfesta pöntunarskilmála og afhendingardaga
- Styðja við framleiðsluáætlanir og áætlanagerð framleiðslu og þjónustu með því að fylgjast með birgðastöðu og vöruvöntun
- Umsjón með bókun innkaupareikninga, aðstoða við afstemmingu reikninga ásamt því og tryggja rétt verð frá birgjum
- Samstarf við samstarfsfólk í öðrum deildum til að styðja daglegan rekstur
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða skyldar greinar
- Reynsla af birgðastýringu, innkaupum og samningagerð er kostur
- Þekking á ERP/MRP kerfum og Excel kostur
- Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Meiraprófsbílstjóri
Samskip

Inventory Control & Incoming Inspection Clerk
Teledyne Gavia ehf.

Launafulltrúi
Sveitarfélagið Stykkishólmur

Staða skrifstofumanns - Patreksfirði- Tímabundið starf til eins árs
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Launafulltrúi
Vinnvinn

Við leitum að þjónusturáðgjafa í þjónustuver Arion
Arion banki

Sumarstörf 2026 - Skipaafgreiðsla og hleðsluskáli við Mjóeyrarhöfn
Eimskip

Meiraprófsbílstjóri á Akureyri
Samskip

Kirkjuvörður í Seljakirkju
Seljakirkja

Óskum eftir starfsmanni í 50% stöðu.
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra

Vörumerkja- og innkaupafulltrúi
GG Sport

Sérfræðingur í reikningshaldi
FSRE