Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.

Planner / Buyer

Vegna örs vaxtar og aukinna umsvifa óskar Teledyne Gavia eftir að ráða lausnamiðaðan og skipulagðan aðila í starf innkaupasérfræðings. Viðkomandi hefur það hlutverk að kaupa vörur og íhluti í kafbáta Teledyne Gavia sem og að tryggja skilvirka og tímanlega afgreiðslu innkaupabeiðna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með innkaupabeiðnum og pöntunum á vörum og íhlutum
  • Uppfæra og viðhalda birgðaskrám í ERP/MRP kerfum
  • Samskipti við birgja og flutningsaðila
  • Tryggja flutning, rétt verð og dagsetningar frá birgjum
  • Staðfesta pöntunarskilmála og afhendingardaga
  • Styðja við framleiðsluáætlanir og áætlanagerð framleiðslu og þjónustu með því að fylgjast með birgðastöðu og vöruvöntun
  • Umsjón með bókun innkaupareikninga, aðstoða við afstemmingu reikninga ásamt því og tryggja rétt verð frá birgjum
  • Samstarf við samstarfsfólk í öðrum deildum til að styðja daglegan rekstur
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða skyldar greinar
  • Reynsla af birgðastýringu, innkaupum og samningagerð er kostur
  • Þekking á ERP/MRP kerfum og Excel kostur
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
  • Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar