Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf.

Inventory Control & Incoming Inspection Clerk

Vegna örs vaxtar og aukinna umsvifa leitar Teledyne Gavia að nákvæmum og áreiðanlegum einstaklingi í gæðaeftirlit í vöru- og birgðastýringu hjá fyrirtækinu. Starfið felur í sér að tryggja að mótteknar vörur uppfylli kröfur, að skráningar séu réttar og að birgðahald sé skilvirkt og nákvæmt.

Helstu verkefni og ábyrgð

Inventory control

  • Umsjón með móttöku á vörum samkvæmt skilgreindum ferlum og halda utan um skrásetningu birgða innan kerfa
  • Umsjón með tínslu vara fyrir pantanir og koma þeim í afhendingarferli
  • Tryggja FIFO birgðastýringu (fyrst inn – fyrst út) og nákvæmni í skráningu birgða
  • Önnur tilfallandi störf

Incoming Inspection

  • Skrá og halda utan um niðurstöður gæðaskoðana á mótteknum vörum og færa gögn inn í gæðakerfið og ERP-kerfi
  • Framkvæma prófanir, mælingar og samanburð á mótteknum vörum og staðfesta gæði þeirra skv. kröfulýsingum
  • Viðhalda mælitækjum og tryggja áreiðanleika niðurstaðna
  • Veita endurgjöf til hagsmunaaðila um frávik
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af sambærilegu starfi
  • Færni í túlkun og rýni teikninga og kröfulýsinga
  • Þekking á gæðaeftirlitsaðferðum og ERP/MRP-kerfum
  • Jákvætt viðmót, ástríða fyrir skipulagi og gott auga fyrir smáatriðum
  • Frumkvæði, umbótahugsun og gæðavitund
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar