
Teledyne Gavia ehf.
Teledyne Gavia ehf. er íslenskt hátæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir ómannaða og sjálfstýrða kafbáta (Autonomous Underwater Vehicles). Teledyne Gavia framleiðir Gavia AUV, Osprey AUV og SeaRaptor AUV. Fyrirtækið er í fremstu röð í sínu fagi og selur vörur sínar víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á www.teledynemarine.com/gavia

Inventory Control & Incoming Inspection Clerk
Vegna örs vaxtar og aukinna umsvifa leitar Teledyne Gavia að nákvæmum og áreiðanlegum einstaklingi í gæðaeftirlit í vöru- og birgðastýringu hjá fyrirtækinu. Starfið felur í sér að tryggja að mótteknar vörur uppfylli kröfur, að skráningar séu réttar og að birgðahald sé skilvirkt og nákvæmt.
Helstu verkefni og ábyrgð
Inventory control
- Umsjón með móttöku á vörum samkvæmt skilgreindum ferlum og halda utan um skrásetningu birgða innan kerfa
- Umsjón með tínslu vara fyrir pantanir og koma þeim í afhendingarferli
- Tryggja FIFO birgðastýringu (fyrst inn – fyrst út) og nákvæmni í skráningu birgða
- Önnur tilfallandi störf
Incoming Inspection
- Skrá og halda utan um niðurstöður gæðaskoðana á mótteknum vörum og færa gögn inn í gæðakerfið og ERP-kerfi
- Framkvæma prófanir, mælingar og samanburð á mótteknum vörum og staðfesta gæði þeirra skv. kröfulýsingum
- Viðhalda mælitækjum og tryggja áreiðanleika niðurstaðna
- Veita endurgjöf til hagsmunaaðila um frávik
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af sambærilegu starfi
- Færni í túlkun og rýni teikninga og kröfulýsinga
- Þekking á gæðaeftirlitsaðferðum og ERP/MRP-kerfum
- Jákvætt viðmót, ástríða fyrir skipulagi og gott auga fyrir smáatriðum
- Frumkvæði, umbótahugsun og gæðavitund
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Meiraprófsbílstjóri
Samskip

Planner / Buyer
Teledyne Gavia ehf.

QESH & Facility Coordinator
Teledyne Gavia ehf.

Gæða- og öryggisstjóri
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Verkstæðisformaður/ Lagerstjóri
Atlas Verktakar ehf

Sumarstörf 2026 - Skipaafgreiðsla og hleðsluskáli við Mjóeyrarhöfn
Eimskip

Starfsmaður á lager Hafnarfirði
Ferro Zink hf

Meiraprófsbílstjóri á Akureyri
Samskip

Gæðastjóri
Fastus

Starf í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Supply Chain Coordinator
Nox Medical

Vörubílstjóri/vélamaður/verkamaður
Lagnir og lóðir ehf