Fastus
Fastus

Gæðastjóri

Fastus óskar eftir að ráða gæðastjóra sem leggur áherslu á öfluga ferla og faglegt verklag. Fastus býður upp á spennandi tækifæri til að byggja upp gæðakerfi, innleiða stafrænar lausnir og tryggja að fyrirtækið standi ávallt undir ströngustu kröfum heilbrigðisgeirans. Hlutverkið hentar einstaklega vel þeim sem vilja hafa áhrif, vinna sjálfstætt og leiða umbótaverkefni með skýrri sýn á gæði og öryggi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Uppbygging og innleiðing á gæðakerfi
  • Umsjón með gæðahandbók fyrirtækisins, skjalastýringu og utanumhaldi gagna
  • Umsjón með innri og ytri gæðaúttektum
  • Tryggja að starfsemi sé í samræmi við reglugerðir er varða innflutning og sölu á heilbrigðisvörum
  • Þátttaka í uppbyggingu jafnlaunakerfis
  • Samskipti við innlenda og erlenda eftirlits- og samstarfsaðila
  • Úrvinnsla upplýsinga og lykiltalna til að meta árangur af gæðastarfi
  • Uppbygging fræðslumála og umsjón með fræðsluáætlun
  • Þátttaka í stefnumótun og umbótaverkefnum er tengjast gæðum og öryggi
  • Innleiðing stafrænna lausna til að bæta ferla og skjalastýringu


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af sambærilegu starfi innan gæðastjórnunar
  • Þekking á stöðlum og/eða reglugerðum um heilbrigðisvörur er kostur
  • Reynsla af innri og ytri úttektum og stjórnun gæðakerfa
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og teymismiðuð hugsun
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Áhugi á stöðugum umbótum og nýsköpun í gæðastarfi
  • Hæfni til að miðla efni á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli

Fastus er sölu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæðavörum og búnaði fyrir fyrirtæki og fagaðila. Höfuðstöðvarnar eru að Höfðabakka 7 í Reykjavík, þar sem öll helsta starfsemi fer fram undir einu þaki: heildverslun, skrifstofur, sýningarsalur, fageldhús, vöruhús, verkstæði og varahlutalager. Þjónustustaðir eru einnig á Akureyri og Selfossi.

Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt10. desember 2025
Umsóknarfrestur6. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar