Hekla
Hekla
Hekla

Óskum eftir metnaðarfullum samstarfsfélaga í vöruhúsið

Við hjá Heklu leitum að metnaðarfullum og duglegum samstarfsfélaga í vöruhús okkar, en virkilega spennandi tímar eru framundan.

Í vöruhúsinu vinnur hress hópur fólks sem starfar sem ein liðsheild. Markmið okkar er ávallt að veita framúrskarandi þjónustu.

Vinnutími er frá 8:00-17:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-16:00 á föstudögum.

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tiltekt pantana
  • Pökkun
  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Samskipti við starfsfólk og viðskiptavini
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Jákvæðni og góð samskiptahæfni
  • Öguð og vönduð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
  • Stundvísi og góð framkoma
  • Lyftarapróf er kostur
Fríðindi í starfi

Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á frábært mötuneyti. Íþróttastyrk ásamt árlegum heilsufarsmælingum. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins og systurfélögum (Stilling ehf og Dekkjasalan ehf).

Auglýsing birt30. september 2025
Umsóknarfrestur18. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettháls 13, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar