
Hekla
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Ora. Allt eru þetta framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.
Hjá Heklu starfar samstilltur hópur reyndra starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf.
Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum.
Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.
Nýjar höfuðstöðvar Heklu í Garðabæ eru í mótun, þar sem áhersla verður lögð á fyrsta flokks starfsaðstöðu og gott vinnuumhverfi. Vonir standa til að nýtt húsnæði verði tekið í notkun í lok árs 2025.

Óskum eftir metnaðarfullum samstarfsfélaga í vöruhúsið
Við hjá Heklu leitum að metnaðarfullum og duglegum samstarfsfélaga í vöruhús okkar, en virkilega spennandi tímar eru framundan.
Í vöruhúsinu vinnur hress hópur fólks sem starfar sem ein liðsheild. Markmið okkar er ávallt að veita framúrskarandi þjónustu.
Vinnutími er frá 8:00-17:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-16:00 á föstudögum.
Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tiltekt pantana
- Pökkun
- Móttaka og frágangur á vörum
- Samskipti við starfsfólk og viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Jákvæðni og góð samskiptahæfni
- Öguð og vönduð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Stundvísi og góð framkoma
- Lyftarapróf er kostur
Fríðindi í starfi
Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á frábært mötuneyti. Íþróttastyrk ásamt árlegum heilsufarsmælingum. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins og systurfélögum (Stilling ehf og Dekkjasalan ehf).
Auglýsing birt30. september 2025
Umsóknarfrestur18. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettháls 13, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraHeiðarleikiJákvæðniMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í varahlutadeild
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Meiraprófsbílstjóri (C)
Dropp

Vilt þú starfa í vörumóttöku Distica?
Distica

Lager
Bílanaust

Grænmetis- og rekstrarvörulager í Reykjanesbæ
Skólamatur

Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Uppsetningar á gluggatjöldum
Myrkvun ehf.

Þjónustufulltrúi í þjónustudeild Vatn og Veitur, Kópavogi
Vatn & veitur

Starf í framleiðsludeild Innnes
Innnes ehf.

Helgarbílstjóri óskast / Weekend Delivery Driver Wanted
Brauð & co.

Aðstoðar vaktstjóri kvöldvaktar
Innnes ehf.

Meiraprófbílstjóri í vörudreifingu á höfuðborgarsvæðinu og út á land
Fraktlausnir ehf.