Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf

Markaðsfulltrúi í mótun 🚀

Rekstrarvörur eru bæði B2B og B2C fyrirtæki sem þjónustar allt frá Landspítalanum til heimila um allt land. Við vinnum með fjölbreytt vörumerki og eigum okkar eigin vörulínur.

Hjá Rekstrarvörum erum við á spennandi vegferð í stafrænni þróun og markaðsstarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að færa okkur fram á við í nýrri tækni, styrkja vörumerkið okkar og skapa framúrskarandi upplifun fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk.

Til að aðstoða okkur á þessari vegferð leitum við nú að kraftmikilli og skapandi manneskju sem er í upphafi starfsferils – jafnvel enn í námi – með brennandi áhuga á markaðsmálum, hönnun og því að bæta við sig þekkingu og reynslu.

Við leitum að einstakling sem er tilbúinn að ganga til liðs við markaðsteymið okkar í fullt starf til eins árs, með möguleika á áframhaldandi starfi að þeim tíma liðnum.

Við sjáum fyrir okkur að þú sért:
  • Með gott auga fyrir fallegri og áhrifaríkri framsetningu á markaðsefni

  • Áhugasöm/samur um content creation – sérstaklega á mynd- og myndbandsformi 

  • Tilbúin/n að stökkva í fjölbreytt verkefni og vera markaðsstjóra innan handar með ýmis verkefni

  • Skipulögð/lagður, sjálfstæð/ur, drífandi og jákvæð/ur

  • Forvitin/n og tilbúin/n að prófa nýjar leiðir og hugmyndir
Dæmi um verkefni:
  • Aðstoð við gerð og uppsetningu markaðsefnis fyrir samfélagsmiðla, vefsíðu og prent

  • Mynd- og myndbandsupptökur, klipping og framleiðsla á stuttu kynningar- og fræðsluefni

  • Skrifa og uppfæra texta á rv.is – vörulýsingar, lendingarsíður og fræðsluefni – með áherslu á seljandi, skýran texta

  • Sjá um grunn SEO (leitarorð, titlar, metalýsingar, o.s.frv.) og fylgjast með einföldum árangursmælikvörðum (t.d. heimsóknir, CTR)

  • Skapandi hugmyndavinna með markaðsteyminu

  • Önnur fjölbreytt verkefni sem tengjast markaðs- og kynningarstarfi fyrirtækisins
Hjá okkur færðu:
  • Frábæra vinnufélaga og góðan vinnuanda

  • Starf í fyrirtæki sem er rótgróið en á hraðri uppleið í stafrænni vegferð

  • Mikið rými til að bæta við þig þekkingu, færni og reynslu
  • Fjölbreytileika – engir tveir dagar eins

  • Heitan og hollan hádegismat á niðurgreiddu verði
Hljómar þetta eins og draumastarfið?

Við viljum ráða rétta manneskju sem fyrst – þannig að ef lýsingin passar við þig, sendu umsóknina strax í dag! 🙌

Sendu okkur stutta kynningu um þig ásamt ferilskrá – við ráðum um leið og við finnum rétta manneskju! ✨

Auglýsing birt15. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Réttarháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.Textagerð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar