
Rekstrarvörur ehf
Um Rekstrarvörur (RV)
RV einbeitir sér að þjónustu, markaðssetningu, sölu og dreifingu á heilbrigðisvörum, hreinlætisvörum og vörum fyrir almennan daglegan rekstur stofnana og fyrirtækja.
RV er leiðandi á markaði fyrir hreinlætis og rekstrarvörur .

Ráðgjafi í verslun - komdu í liðið okkar!
Hjá Rekstrarvörum bjóðum við upp á eitt fjölbreyttasta úrval landsins af hreinlætis-, hjúkrunar- og rekstrarvörum. Verslunin okkar að Réttarhálsi 2 er lifandi og kraftmikill vinnustaður þar sem við leggjum metnað í að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu.
Við leitum að jákvæðri og þjónustulundaðri manneskju sem hefur gaman af því að vinna með fólki, er drífandi í verkefnum og til í að taka þátt í að halda versluninni okkar í toppstandi – bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.
Vinnutími:
- Virkir dagar kl. 9:15–17:15
- Auk þess er opið á laugardögum kl. 11:00–15:00 og æskilegt að umsækjandi geti unnið annan hvern laugardag
Dæmigerður dagur hjá okkur:
- Sala, afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina
- Áfyllingar á hillur og umhirða í verslun
- Aðstoð við skipulag og framsetningu vara
- Þáttaka í því að skapa hlýlegt og faglegt andrúmsloft í versluninni
Við sjáum fyrir okkur að þú:
- Hafir áhuga á verslunar- og þjónustustarfi
- Sért stundvís, áreiðanleg/ur og sjálfstæð/ur í vinnubrögðum
- Hafir góða þjónustulund og jákvætt viðmót
- Sér 20 ára eða eldri
- Hafir góða íslenskukunnáttu (önnur tungumál kostur)
- Hafir reynslu af sölustörfum – en það er ekki skilyrði
Hjá okkur færðu:
- Frábæra vinnufélaga og góðan vinnuanda
- Starf á lifandi og fjölbreyttum vinnustað þar sem engir tveir dagar eru eins
- Mikið rými til að bæta við þig þekkingu, færni og reynslu
- Heitan og hollan hádegismat á niðurgreiddu verði
Hljómar þetta eins og starf fyrir þig?
Sendu okkur ferilskrá og og stutta kynningu á þér sem fyrst – við ráðum um leið og við finnum rétta manneskju!
Fyrirspurnum um starfið má beina til Snæbjörns, verslunarstjóra RV - [email protected]
Auglýsing birt15. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Réttarháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaJákvæðniMannleg samskiptiSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Snyrtivöruráðgjafi í nýrri L’Occitane & SkincareLab verslun í Smáralind
L'Occitane & SkincareLab

Sala og framleiðsla
Úrval Útsýn

Lyfja Heyrn - þjónustulipur liðsfélagi
Lyfja

Volcano Express Ambassador / Part time
Volcano Express

Ert þú liðsfélaginn sem við leitum að hjá Múrbúðinni í Keflavík?
Múrbúðin ehf.

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Mývatn - verslunarstjóri
Vínbúðin

Hlutastarf í verslun - BYKO Akureyri
Byko

Afgreiðsla í verslun og samfélagsmiðlar.
Allt í köku ehf.

Tjónaráðgjafi í tjónaþjónustu
VÍS

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
MAX1 | VÉLALAND

Olís Dalvík leitar af kraftmiklum vaktstjóra frá og með 1. september
Olís ehf.