

Lyf og heilsa Glerártorgi - Sumarstarf
Vegna aukinna umsvifa leitar Lyf og heilsa að starfsmanni í fullt starf í apótek félagsins á Glerártorgi á Akureyri.
Um sumarstarf er að ræða með möguleika á hlutastarfi í vetur.
Vinnutími er kl 10/12-18 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta unnið um helgar samhliða starfinu.
Starfssvið:
- Ráðgjöf til viðskiptavina
- Almenn þjónusta og sala
Hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi í apóteki er kostur
- þekking á snyrtivörum er kostur
- Lyfjatæknimenntun kostur
- Framúrskarandi íslenskukunnátta skilyrði
- Mikil þjónustulund og jákvæðni
- Viðkomandi þarf að geta unnið í júlí
- Lágmarksaldur er 20 ára
Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf strax
Lyf og heilsa er framsækið þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið.
Fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði heilsu, heilbrigði og lífsgæða.












