

Ert þú sölusnillingurinn sem við erum að leita að?
Við hjá Ofar erum að leita að hressum og jákvæðum einstaklingi sem finnst gaman að selja og metnað til að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Ofar.
Að hverju erum við að leita?
- Einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu
- Einstaklingi sem hefur reynslu og ánægju af sölustörfum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Auga fyrir góðri framsetningu vara
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sala á vörum og lausnum Ofar
- Stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavina
- Öflun nýrra viðskiptatækifæra
- Uppstillingar og önnur almenn verslunarstörf
- Aðstoð við umsjón með birgðahaldi
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
- Reynsla af sölustörfum er skilyrði
- Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að veita frábæra þjónustu
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Fríðindi:
- Framúrskarandi vinnuaðstaða
- Líkamsræktaraðstaða
- Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl
- Frábært mötuneyti
- Stuðningur við verðandi foreldra
Hlutverk Ofar er að styðja við fyrirtæki, stofnanir og endursöluaðila með tölvu- og tæknibúnaði frá yfir 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony. Fyrirtækið býður einnig upp á framúrskarandi úrval og þjónustu í hljóð- og myndlausnum, prentlausnum, ásamt tæknilausnum fyrir vöruhús, verslanir, veitingastaði og fleira.
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að læra meira um vinnustaðinn.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí nk. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.











