
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Lögfræðingur í lögfræðiráðgjöf
Lögfræðiráðgjöf Arion banka leitar að skipulögðum og drífandi lögfræðingi. Starfið felur í sér fjölbreytt lögfræðileg verkefni sem tengjast daglegri starfsemi bankans og dótturfélaga hans, til dæmis samningagerð, ráðgjöf og samskiptum við innri og ytri aðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita lögfræðilega ráðgjöf til viðskiptaeininga og dótturfélaga bankans.
- Ritun álitsgerða og minnisblaða.
- Samninga- og skjalagerð fyrir viðskiptaeiningar og dótturfélög bankans
- Umsagnir um lagafrumvörp og innleiðing nýrrar löggjafar.
- Þátttaka í stefnumótun og umbótastarfi bankans.
- Ritari undirnefnda, utanumhald funda og undirbúningur
- Önnur tilfallandi lögfræðitengd verkefni fyrir, dótturfélög, viðskiptaeiningar og stoðsvið Arion banka
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaranám á sviði lögfræði eða sambærileg menntun.
- Starfsreynsla úr fjármálageiranum eða sambærilegum störfum æskileg
- Þekking á stjórnarháttum eftirlitsskyldra aðila
- Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðað og jákvætt viðmót
- Sjálfstæð vinnubrögð, greiningarfærni, frumkvæði í starfi og gagnrýnin hugsun
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt22. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)