

Listasafnið á Akureyri: Verkefnastjóri kynningar- og markaðsmála
Fjölbreytt starf í spennandi umhverfi með góðum samstarfsfélögum.
Listasafnið á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála. Um er að ræða ótímabundna 100% stöðu með sveigjanlegu dagvinnufyrirkomulagi og 36 stunda vinnuviku. Búast má við einhverri kvöld- og helgarvinnu.
Listasafnið stendur árlega fyrir fjölda sýninga á innlendum og erlendum sjónlistum og miðlar þekkingu á sviði myndlistar og hönnunar, veitir fræðslu til skólasamfélags og leiðsagnir til safngesta. Mikil samvinna er á milli safns og listamanna, safna og annarra menningarstofnanna, vegna fjölbreyttra viðburða í safninu. Listasafnið leitast við að höfða til og þjóna breiðum hópi safngesta og leggur metnað í að hafa starfsemina aðgengilega öllum. Listasafnið á Akureyri sér um listaverkasafn Akureyrarbæjar og er hlutverk þess m.a. að safna, varðveita og skrá safneign. Listasafnið lýtur gildandi safnalögum, siðareglum ICOM og lögum um menningarminjar hvað varðar minjavörslu eftir því sem við á. Listasafnið á Akureyri er til húsa í Listagilinu á Akureyri.
Frekari upplýsingar um starfsemina má sækja á www.listak.is
Leitað er af metnaðarfullum og skapandi einstaklingi í starf verkefnisstjóra, sem sinnir kynningar- og markaðsstarfi fyrir safnið, þ.m.t. vinnu við gerð auglýsinga, bæklinga og boðskorta vegna fjölbreyttra sýninga og viðburða. Verkefnisstjóri hefur umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum safnsins, á í samskiptum við fjölmiðla og skipuleggur fjölbreytta viðburði í samstarfi við listamenn og menningarstofnanir. Í starfinu felst mótun markaðs- og kynningarstarfs safnsins í samráði við safnstjóra sem er næsti yfirmaður.
Um er að ræða fjölbreytt starf í spennandi umhverfi með góðum samstarfsfélögum.
- Umsjón með öllum kynningar- og markaðsmálum og þróun vörumerkis safnsins
- Vinnsla auglýsinga, boðskorta og blöðunga vegna sýninga og viðburða
- Samskipti við hönnuði eftir þörfum
- Umsjón með vefsíðu, samfélagsmiðlum og upplýsingaskjám og gerð birtingaráætlunar fyrir alla miðla
- Alhliða textavinna, ritun fréttatilkynninga og gerð upplýsingabæklinga
- Umsjón með vinnslu árbókar Listasafnsins
- Umsjón með fjölbreyttum viðburðum safnsins
- Samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla
- Öflun styrktaraðila og gerð samstarfssamninga í samráði við safnstjóra
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af kynningar- og markaðsstarfi
- Gott vald á textaskrifum og reynsla af framsetningu s.s. kynningarefnis, fréttatilkynninga, upplýsinga- og fræðsluefnis
- Þekking og/eða reynsla af auglýsingagerð og vinnu með hönnunarforrit sem tengjast gerð markaðsefnis
- Reynsla af innsetningu efnis á samfélagsmiðla og vefsíður og góð þekking á helstu miðlum
- Mjög góð færni í íslensku og ensku á bæði rituðu og töluðu máli
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
- Reynsla af viðburðahaldi er æskileg
- Þekking á safnastarfi og starfsemi listasafna er kostur
- Sjálfstæði í starfsháttum, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð
- Hugmyndaauðgi og frumkvæði
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu




















