
Leikskólinn Hulduberg
Leikskólinn Hulduberg hefur verið starfræktur frá 2. nóvember 1999. Deildirnar eru 6 talsins og heita Álfaberg, Flikruberg, Móberg, Silfurberg, Stuðlaberg og Tröllaberg.
Stefna leikskólans er að veita hverju barni umhyggju, stuðning og öryggi í gegnum þroskandi og heilsueflandi umhverfi.
Markmiðin okkar eru:
Barnið er alltaf í brennidepli.
Skapa umhverfi sem eflir alhliða þroska barnsins.
Nám barnsins fer fram í gegnum leikinn.
Hafa málhvetjandi umhverfi, til að stuðla að eðlilegri færni í íslensku.
Leikskólinn sé heilsueflandi.
Á leikskólanum ríkir jákvæðni, umhyggja, virðing og framsækni.
Börnin öðlast festu og öryggi í leikskólanum.
Allt starf leikskólans sé í nánu samstarfi við foreldra.
Foreldrar séu okkar samstarfsaðilar í umönnun barnanna og við veitum þeim stuðning í foreldrahlutverkinu.

Leikskólastjóri óskast í leikskólann Hulduberg
Leikskólastjóri óskast í leikskólann Hulduberg
Mosfellsbær óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra leikskólans Huldubergs. Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.
Hulduberg er heilsueflandi leikskóli þar sem gert er ráð fyrir um 100 börnum á aldrinum 1-3 ára og tekur starfsemin mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi skólans
- Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
- Ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
- Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins
- Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla á leikskólastigi
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða önnur framhaldsmenntum sem nýtist í starfi er æskileg
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg
- Reynsla af faglegri forystu og þróun í leikskólastarfi
- Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
- Færni til að leita nýrra leiða í leikskólastarfi og leiða framsækna skólaþróun
- Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg
- Framúrskarandi lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Sundkort
- Afsláttur til starfsfólks af vistunargjöldum í leikskóla
36 stunda vinnuviku er náð með 38 stunda vinnuframlagi vikulega. Starfsfólk safnar því tveimur stundum vikulega sem nýttir eru sem frí á skráningardögum leikskóla Mosfellsbæjar.
Auglýsing birt13. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lækjarhlíð 3, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarleikskólastjóri í Læk
Lækur

Deildarstjóri í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Fagstjóri í hreyfingu
Leikskólinn Sumarhús

Deildarstjórar í nýjan leikskóla
Leikskólinn Sumarhús

Íþróttakennari óskast
Helgafellsskóli

Stjórnunarstöður í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Deildarstjóri Klettaskóla
Klettaskóli

Sérkennsla í leikskólanum Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg

Umsjónarkennari í 1. - 3. bekk í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Deildarstjóri og sérkennslustjóri í leikskóla
Barnaheimilið Ós

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð