
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar".
Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.
Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/
Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna að uppeldi og menntun barnanna undir stjórn deildarstóra
- Vinna að faglegu starfi deildar
- Tekur þátt í foreldrasamvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
- Ánægja af því að starfa með börnum
- Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
- Frumkvæði, góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Fríðindi í starfi
- Á Holtakoti er 36 stunda vinnuvika. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna dreifingar vinnutíma starfsfólks
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt árskort í sundlaugar bæjarins
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt bókasafnskort í Bókasafn Garðabæjar ásamt fríu menningarkorti í Hönnunarsafn Íslands
- Eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur9. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri óskast
Heilsuleikskólinn Kór

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Deildarstjóri í Brákarborg
Leikskólinn Brákarborg

Urriðaholtsskóli óskar eftir þroskaþjálfa á leikskólastig
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri - Bríetartún
ungbarnaleikskóli - Bríetartún

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta stig
Garðabær

Starf í leikskólanum Garðaseli
Leikskólinn Garðasel

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Steinahlíð