
Leirvogstunguskóli
Leirvogstunguskóli tók til starfa 17. ágúst árið 2011. Í skólanum eru sex deildir: Fossakot, Kvíslakot, Laxakot, Leirukot, Tungukot og Vogakot.
Lögð er áhersla á markvissa og faglega kennslu í gegnum hreyfingu, leik og skynjun en hugmyndafræði skólans byggir á kennsluaðferðinni Leikur að læra þar sem samþætting hreyfingar við stærðfræði, bókstafa- og hljóða, lita- og formkennslu er höfð að leiðarljósi.
Auk þess er lögð rík áhersla á gott foreldrasamstarf ásamt því að mæta hverju barni eins og það er með jákvæðni. Útivera er mikilvægur þáttur í þroska hvers barns og njóta börnin góðs af stórkostlegri og ósnortinni náttúru Mosfellsbæjar þar sem farið er í gönguferðir og ýmisskonar leiki utan leikskólalóðarinnar.
Dagskipulag er skýr rammi utan um leikskólastarfið þar sem ríkir jafnvægi frjálsra og skipulagðra stunda, inniveru og útiveru.
Skipulag og ákveðnar tímasetningar dagsins gefa starfinu festu og öryggi fyrir börn, starfsfólk og foreldra en er þó sveigjanlegt og veitir svigrúm til þess að bregða út af þegar þörf er á.

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli leitar að leikskólakennurum og/eða leiðbeinendum til starfa
Það eru forréttindi að vinna í leikskóla, viltu koma og vera með ?
Í Leirvogstunguskóla eru um 112 börn á 6 deildum. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Leitað er eftir kennurum, uppeldismenntuðu fólki og/eða öðru fólki með reynslu til starfa.
Um 100% starfshlutfall er að ræða.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Virðing og áhugi fyrir börnum
- Fagleg framkoma
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og lausnarmiðað viðhorf
- Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt16. september 2025
Umsóknarfrestur10. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Laxatunga 70, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniSamviskusemiStundvísiTeymisvinnaÞolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérkennsla í leikskólanum Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Frístundaleiðbeinendur með stuðning óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Frístundaleiðbeinendur óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Höfuð-borgin sértæk félagsmiðstöð

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Sérfræðingur í málefnum barna með stuðningsþörf / frístundaleiðbeinandi
Frístundamiðstöðin Bungubrekka

Frístundaleiðbeinandi
Frístundamiðstöðin Bungubrekka

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Fögrubrekku
Fagrabrekka

Leikskólakennari í Álfatún - hlutastarf
Álfatún

Óskum eftir kennara í Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Starfsmaður í sérkennslu óskast í leikskólann Læk
Lækur