Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Óskum eftir kennara í Ævintýraborg við Nauthólsveg

Ævintýraborg við Nauthólsveg

Ævintýraborg við Nauthólsveg er sex deilda leikskóli sem er staðsettur við rætur Öskjuhlíðar í göngufæri við Nauthólsvík. Helstu áherslur skólans eru á útinám, frjálsan leik, jákvæð samskipti og skapandi starf. Í leikskólanum er öflugt félagslíf og okkar lífsspeki er að hafa gaman saman, enda er grunnur að góðum vinnustað í góðri vinnustaðamenningu og vináttu.Við leitum að leikskólakennara eða starfsmanni með góða hæfni í íslensku sem er til í að slást í hópinn og taka þátt í að móta faglegar áherslur með okkur í leikskólastarfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Stuðningur og samstarf við deildarstjóra
  • Teymisvinna vegna sérverkefna innan skólans 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf kennara
  • Reynsla af uppeldis- kennslustörfum með ungum börnum
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
  • Forgangur barna í leikskóla og afsláttur af dvalargjaldi
  • Frír matur á vinnutíma
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Menningar- og bókasafnskort
  • Sundkort í allar sundlaugar í Reykjavík
  • 36 stunda vinnuvika
Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur1. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Nauthólsvegur 83, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar