
Barnaskóli Kársness
Við Skólagerði í Kópavogi er að rísa ný og nútímaleg skólabygging, þar sem áður stóð gamli Kársnesskóli. Nýr skóli mun taka þar til starfa haustið 2025 - Barnaskóli Kársness.
Skólinn mun hýsa fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Byggingin verður öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi. Í skólanum verða 60 – 80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Deildarstjóri í leikskóladeild í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem hýsir fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Skólabyggingin er öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.
Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur nýlega samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilbiku, milli jóla og nýars og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)
Starfshlutfall er 100%. Um ótímabundna ráðningu er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
- Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn og umönnun eftir þörfum.
- Skipuleggur samvinnu við foreldra barnanna á deildinni t.d. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnannna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennararmenntun og leyfisbréf kennara eða önnur uppeldismenntun.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg
- Reynsla af stjórnun æskileg.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
- Jákvæðni og góð samskiptahæfni
- Góð íslenskukunátta.
Auglýsing birt15. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari í Álfatún - hlutastarf
Álfatún

Óskum eftir kennara í Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Starfsmaður í sérkennslu óskast í leikskólann Læk
Lækur

Deildarstjóri óskast í Læk á yngri deild
Lækur

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Furuskógur

Deildarstjóri
Leikskólinn Furuskógur

Laus staða í Marbakka
Marbakki

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari
Marbakki

Deildarstjóri í Grænatún
Grænatún

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Leikskólinn Ásar - starfsfólk óskast
Hjallastefnan leikskólar ehf.