
Leikskólinn Sólborg
Leikskólinn Sólborg er fjögurra deilda leikskóli í Vesturhlíð 1, Reykjavík.

Leikskólakennari
Leikskólinn Sólborg, sem er fjögurra deilda leikskóli við Vesturhlíð 1, auglýsir eftir leikskólakennurum í fullt starf.
Vilt þú koma og vera með okkur í frábæru starfi í leikskólanum Sólborg? Við leggjum áherslu á leikinn í tvítyngdu umhverfi með döff og heyrandi börnum og starfsfólki.
Leikskólinn byggir á sterkum grunni samhents fagfólks og leggjum við áherslu á að öllu starfsfólki líði vel í vinnunni, sem skilar sér til barnanna og foreldra þeirra. Sólborg er sérhæfður leikskóli fyrir döff og heyrnarskert börn.
Sólborg er fjögurra deilda leikskóli við Vesturhlíð 1, 105 Reykjavík.
Störfin eru laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
- Að leitast við að hvert barn fái viðfangsefni við sitt hæfi.
- Að beita útsjónarsemi í að tryggja að börn fái tækifæri í leik og skapandi starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Frumkvæði í starfi, sveigjanleiki í samskiptum og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri íslensku kunnáttu (B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum).
- Hæfni til að vinna í teymi
- Táknmálskunnátta (íslenskt táknmál, ÍTM ) er frábær kostur
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur16. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturhlíð 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Baug
Baugur

Leikskólakennari - Langholt
Leikskólinn Langholt

Verkefnastjóri hjá Opna Háskólanum
Háskólinn í Reykjavík

Leikskólakennari óskast
Heilsuleikskólinn Skógarás

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Efstahjalla
Efstihjalli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Steinahlíð

Deildarstjóri
Leikskólinn Furuskógur

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland