Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri hjá Opna Háskólanum

Opni háskólinn í HR leitar að öflugum verkefnastjóra. Í deildinni starfa fimm verkefnastjórar sem eru hluti af öflugu teymi Opna háskólans. Starfið felur í sér ábyrgð á þróun og umsjón námskeiða Skema í HR, bæði staðnámskeiða og stafrænna fræðslulausna fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkefnastjóri heyrir undir forstöðumann Opna háskólans og vinnur í teymi með öðru starfsfólki einingarinnar. Við leitum að aðila með ríka þjónustulund, sem vinnur vel í teymi en getur einnig unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sinnir þróun, skipulagningu, sölu, framkvæmd og eftirfylgni Barna og unglingastarfs Opna Háskolans (OH) í Háskólanum í Reykjavík (HR). Verkefnastjóri er í miklum samskiptum við nemendur, foreldra, leiðbeinendur og samstarfsaðila og vinnur náið með starfsfólki Opna háskólans í HR.
  • Fylgir eftir þróun, skipulagningu, sölu, framkvæmd og eftirfylgni með námskeiðum og viðburðum í samstarfi við starfsfólk Opna háskólans.
  • Vaktar eftirspurn eftir fræðslu og þjálfun með samskiptum við fagfélög, fyrirtæki og stofnanir.
  • Er í samskiptum við verkefnastjóra vegna markaðsmála og aðstoðar í markaðsstarf eftir þörfum.
  • Heldur utan um samskipti við yfirþjálfara, þjálfara, nemendur og foreldra (viðskipavini).
  • Tekur þátt í samskiptum við samstarfsaðila í samvinnu við forstöðumann Opna Háskólans og þróunar- og viðskiptastjóra.
  • Heldur utan um skráningar í skráningarkerfum.
  • Heldur utan um framlegðarútreikninga námskeiða/viðburða.
  • Heldur utan um samskipti við fjármáldeild HR vegna innheimtu námskeiðsgjalda.
  • Aðstoðar við og sér um að þjálfarar séu ráðnir í samstarfi við forstöðumann Opna Háskólans og gerir við þá samninga í samræmi við verklag.
  • Heldur utan um námsefni, stundartöflugerð og námsætlun.
  • Kemur að námskeiðsþróun og heldur utan um framkvæmd verkefna.
  • Heldur utan um upplýsingar sem birtast á vef, fylgir eftir að hann sé uppfærður og tekur þátt í þróun vefsins.
  • Önnur tilfallandi störf.

Hæfnisþættir

  • Grunn háskólagráða eða starfsreynsla sem nýtist í starfi.
  • Reynsla á starfi með börnum og/eða ungu fólki.
  • Tækniþekking og þekking í forritun kostur.
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Mikil skipulagshæfni.
  • Frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Góð þekking og skilningur á upplýsingatækni.
  • Fagmennska.
  • Góð íslensku­ og ensku kunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2025.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn S. Unnsteinsd. Kristensen, forstöðumaður Opna háskólans í HR ([email protected]) og Elísbet Jóhannesdóttir mannauðssérfræðingur ([email protected]). Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt14. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar