Kerhólsskóli
Kerhólsskóli
Kerhólsskóli

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða leikskólakennara.

Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með u.þ.b. 90 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk og um 30 börn í leikskóladeild. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt, útikennslu og heilsueflingu. Leikskóladeildin vinnur auk þess út frá kenningum um „Flæði“. Kerhólsskóli er í u.þ.b. 15. mín akstursfjarlægð frá Selfossi.

Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum hjá sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinnur undir stjórn hópstjóra að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leyfisbréf til kennslu í leikskóla

· Góð færni í samskiptum

· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta

· Vilji til að gera góðan skóla betri

Fríðindi í starfi

· Stytting vinnuvikunar

· Skráningardagar í páska- og vetrarfríum, lokað í jólafríum og lokar klukkan 14 á föstudögum.

· Frítt fæði á vinnutíma

Auglýsing birt9. desember 2025
Umsóknarfrestur26. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stjórnsýsluhúsið Borg, 805 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar