Landspítali
Landspítali
Landspítali

Íþróttafræðingur - Hefur þú áhuga á að vinna á bráðasjúkrahúsi?

Sjúkraþjálfun Landspítala í Fossvogi óskar eftir metnaðarfullum íþróttafræðingi til starfa. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 12 mánaða frá 01.maí 2025 með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða dagvinnu og er starfshlutfall 80-100%.

Á sjúkraþjálfunardeild B-1 í Fossvogi starfar stór hópur sjúkraþjálfara, sérhæfðra starfsmanna, ritara og er vilji til að bæta íþróttafræðingi í hópinn. Um er að ræða nýtt og spennandi tækifæri til að þróa og móta starf íþróttafræðings á bráðasjúkrahúsi. Íþróttafræðingur verður að miklu leyti með viðveru í æfingasal sem ætlaður er inniliggjandi sjúklingum. Boðið verður upp á stuðning og innleiðingu í starfið hjá sjúkraþjálfurum sem starfa í Fossvogi.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 virkar vinnustundir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Auka og viðhalda færni sjúklinga í samráði við sjúkraþjálfara
  • Skipuleggja og sinna hópþjálfun
  • Hvetja til hreyfingar og skipuleggja starf því tengt
  • Aðstoða sjúkraþjálfara við meðferð sjúklinga
  • Skráning og skýrslugerð
  • Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum
  • Þátttaka í fagþróun og umbótastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íþróttafræðingur / íþróttakennari
  • Faglegur metnaður, frumkvæði og ábyrgð í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur14. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Landspítali Fossvogi
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar