

Almennur læknir á húð- og kynsjúkdómalækningar - tímabundin afleysing
Húð- og kynsjúkdómalækningar á Landspítala auglýsa lausa stöðu almenns læknis vegna afleysinga í sumar. Tilvalið fyrir lækni sem hefur áhuga á húð- og kynsjúkdómalækningum og vill kynnast starfinu betur. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. júní 2025. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu í 3-4 mánuði, eða eftir nánara samkomulagi. Starfið er unnið í dagvinnu án vakta. Tekið skal fram að auglýst staða telst hvorki til formlegs sérnáms né sérfræðiréttinda á Íslandi eða í öðrum Evrópuríkjum.
Við húð- og kynsjúkdómalækningar starfar þverfaglegt teymi sérfræðilækna og almennra lækna í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun.


































