
Kjarkur endurhæfing
Kjarkur endurhæfing er endurhæfingarúrræði sem veitir þverfaglega einstaklingsmiðaða endurhæfingu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sem glíma við heila- og taugaskaða. Við sinnum endurhæfingu í dag- og sólarhringsþjónustu.

Kjarkur endurhæfing óskar eftir íþróttafræðingi
Kjarkur endurhæfing óskar eftir íþróttafræðingi til starfa. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem áhersla er lögð á góða teymisvinnu. Starfsemi Kjarks endurhæfingar er í mikilli þróun og tækifæri til að taka þátt í umbótastarfi.
Kjarkur endurhæfing veitir þverfaglega einstaklingsmiðaða endurhæfingu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sem glíma við tauga- og heilaskaða. Boðið er upp á endurhæfingu í dagþjónustu sem og í sólarhringsþjónustu.
Hjá Kjarki endurhæfingu starfar fjölbreyttur hópur við endurhæfingu, svo sem iðjuþjálfar, sálfræðing, hjúkrunarfræðingar, talmeinafræðingur, sjúkraþjálfari, íþróttafræðingur, félagsráðgjafi, sjúkraliðar og sérhæft starfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- BS-gráða í íþrótta- og heilsufræði
- Góð íslenskukunnátta
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
Auglýsing birt22. apríl 2025
Umsóknarfrestur7. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hátún 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaður
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar