Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin

Íþróttafræðingur / aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun

Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna óskar eftir íþróttafræðingi og/eða aðstoðarmanni í sjúkraþjálfun í fullt starf eða hlutastarf í nýuppgerðu og glæsilegu húsnæði í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

Þjónustan er sniðin að fólki með Parkinsonsjúkdóminn á fyrri stigum, fyrir einstaklinga sem eru færir um athafnir daglegs lífs.

Hjá Takti fær stór hópur fólks fjölbreytta og sérsniðna þjónustu sem miðar að því að auka virkni, efla sjálfstæði og bæta lífsgæði með faglegri sjúkra- og iðjuþjálfun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða hópþjálfun fyrir fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma
  • Aðstoða við gerð endurhæfingaáætlana og fylgja þeim eftir
  • Skráningar og utanumhald um hópana
  • Veita fræðslu fyrir notendur þjónustunnar
  • Taka virkan þátt í þverfaglegu teymisstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íþróttafræði eða annað nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þjálfun fólks með taugasjúkdóma er kostur
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Jákvæðni, fagmennska og frumkvæði í starfi
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur fjóra daga vikunnar
  • Tækifæri til endurmenntunar
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur9. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar