
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Hugbúnaðarsérfræðingur í Sérlausnum og samþættingu
Advania leitar eftir metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi til starfa í Sérlausnum og samþættingu, innan Hugbúnaðarlausna Advania.
Við hjá Advania tökum virkan þátt í stafrænu umbreytingarferli opinberra aðila. Í teymi okkar fyrir Sérlausnir og samþættingu sérhæfum við okkur í ráðgjöf, hönnun og þróun lausna sem styðja við ferla viðskiptavina með snjöllum og notendavænum hætti. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, þar sem tækni er nýtt á skapandi hátt til að einfalda og bæta starfsemi viðskiptavina okkar.
Ef þú hefur bakgrunn í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði, brennandi áhuga á hugbúnaðargerð og vilt taka þátt í verkefnum sem skipta máli, þá hvetjum við þig eindregið til að sækja um.
Við bjóðum
- Spennandi og fjölbreytt verkefni
- Tækifæri til að vinna að stafrænum umbreytingum í íslensku samfélagi
- Vinnuumhverfi þar sem teymisvinna, fagmennska og persónulegur vöxtur eru í fyrirrúmi
Starfssvið
- Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila
- Greining, hönnun og þróun hugbúnaðarlausna
- Þátttaka í teymisvinnu
Hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
- Þekking af þróun í .NET C#, Javascript, HTML, CSS, SQL
- Þekking og reynsla af þróun í framenda er kostur
- Reynsla af Scrum/Agile
- Góð samskipta- og greiningarfærni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Frontend/Fullstack Developer
Rexby

Forritari - Sjónvarp Símans
Síminn

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Lead Mobile App Developer
Rexby

Ert þú forritari í leit að næsta ævintýri?
Startup

Rekstrarstjóri upplýsingatækni
Þjóðskjalasafn Íslands

Infrastructure & Security Engineer
Too Lost

Vefforritari
Arion banki

Origo leitar að Full Stack forritara
Origo ehf.

Stafrænn vörustjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Tæknirekstrarstjóri - upplýsingatækni
Pósturinn

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum
Orkuveitan