
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Tæknimaður í þjónustuteymi á Norðurlandi
Við leitum að öflugum og áhugasömum einstaklingi til að ganga til liðs við tækniþjónustuteymi okkar á Norðurlandi. Starfssvæði er aðallega frá Akureyri að Blönduósi.
Um starfið
Starfið felst í tækniþjónustu við viðskiptavini okkar í gagnaverum ásamt almennri þjónustu á tölvubúnaði. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast sjálfstæðra vinnubragða, greiningarhæfni og góðrar skipulagshæfni.
Helstu verkefni
- Uppsetning, bilanagreining og lausn vandamála í vélbúnaði í gagnaverum
- Uppsetning og viðhald á öðrum tölvubúnaði
- Umsýsla og meðhöndlun vara og aukahluta í tölvubúnað
- Samskipti við viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila
Hæfniskröfur
- Brennandi áhugi á upplýsingatækni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Greiningarfærni og lausnamiðuð hugsun
- Gott vald á ensku í töluðu og rituðu máli
- Gilt ökuskírteini
- Hreint sakavottorð
Kostir
- Þekking á gagnaverum og innviðum þeirra er mikill kostur
- Vottanir í eða reynsla af bilanagreiningu á netþjónum, tölvu- og hugbúnaði er kostur
Við bjóðum
- Formlega þjálfun og vottun í tæknibúnaði og þjónustu
- Tækifæri til að vinna með öflugu og samhentu teymi
- Sveigjanleika og fjölbreytt verkefni á spennandi starfssvæði
Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Austursíða 6, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í Linux og reikniklösum
Íslensk erfðagreining

Rafvélavirki / Rafeindarvirki / Bifvélavirki / Viðgerðamaður, framtíðarstarf
Bílaraf ehf

Faglærður rafvirki óskast
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Rafvirki - Vélstjóri - Vélvirki
Heitirpottar.is

Rekstrarstjóri upplýsingatækni
Þjóðskjalasafn Íslands

Þjónustusérfræðingur í Fiski
Marel

Rafvirki - Vélvirki - Vélstjóri - Vélfræðingur
Púlsinn ehf.

Deildarstjóri viðhaldsdeildar / Maintenance Manager
Alvotech hf

Field Service Specialist
Marel

Tæknistjóri hjá Norðursalti, framtíðarstarf
Norður & Co ehf.

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Spennandi tækifæri hjá Alvotech / Maintenance Technician
Alvotech hf