VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Hugbúnaðarsérfræðingur

VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður leitar að metnaðarfullum og framsæknum hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í þróun, viðhaldi og uppbyggingu hugbúnaðarlausna sem styðja við mikilvæga þjónustu VIRK. Unnið er með núverandi upplýsingakerfi í OutSystems og samhliða því lögð drög að innleiðingu framtíðarlausna á sjálfbærum og opnum grunni. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í mótun og innleiðingu á hugbúnaðarþróunarstefnu VIRK til framtíðar
  • Hönnun og þróun REST API lausna og samþættingar við ytri kerfi
  • Smíði bak- og framendalausna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af því  að smíða bak- og framendalausnir í nútímalegu og sjálfbæru .NET umhverfi
  • Reynsla af REST API samþættingum
  • Reynsla af C# og ASP.NET Core
  • Reynsla af Git/GitHub útgáfustjórnun og vinnuferlum
  • Reynsla af Jira og Confluence er kostur
  • Mjög góð hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Framsækinn hugsunarháttur og áhugi á að taka þátt í stafrænni umbreytingu VIRK
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt5. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar