
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru Fagmennska, Virðing og Metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Hugbúnaðarsérfræðingur
VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður leitar að metnaðarfullum og framsæknum hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í þróun, viðhaldi og uppbyggingu hugbúnaðarlausna sem styðja við mikilvæga þjónustu VIRK. Unnið er með núverandi upplýsingakerfi í OutSystems og samhliða því lögð drög að innleiðingu framtíðarlausna á sjálfbærum og opnum grunni. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í mótun og innleiðingu á hugbúnaðarþróunarstefnu VIRK til framtíðar
- Hönnun og þróun REST API lausna og samþættingar við ytri kerfi
- Smíði bak- og framendalausna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Yfirgripsmikil þekking og reynsla af því að smíða bak- og framendalausnir í nútímalegu og sjálfbæru .NET umhverfi
- Reynsla af REST API samþættingum
- Reynsla af C# og ASP.NET Core
- Reynsla af Git/GitHub útgáfustjórnun og vinnuferlum
- Reynsla af Jira og Confluence er kostur
- Mjög góð hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í vinnubrögðum
- Framsækinn hugsunarháttur og áhugi á að taka þátt í stafrænni umbreytingu VIRK
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt5. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Við leitum að öflugum hugbúnaðarsérfræðingi
Isavia ANS

Sérfræðingur í kerfisumsjón við upplýsingatæknideild
Coripharma ehf.

Medical Writer - Clinical Evaluation
Nox Medical

Síminn leitar að gagnaforritara (e. Data Engineer)
Síminn

Síminn leitar að gagnagreinanda (e. Data Analyst)
Síminn

Senior Data Analyst
Bókun / Tripadvisor

VFX Artist
CCP Games

Senior Data Engineer
CCP Games

Sérfræðingur í áhættustjórnun á vöruþróunarsviði
Kerecis

Kerfisstjóri í notenda- og útstöðvaþjónustu
Advania

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan

Database Administrator (DBA)
Rapyd Europe hf.